Sigrún Eyjólfsdóttir ráðin markaðs- og kynningarstjóri - 24.1.2023

Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa. 

Lesa meira

Nýjar réttindatöflur og hækkun lágmarksiðgjalds - 2.1.2023

Frá 1. janúar taka gildi nýjar réttindatöflur, sem kynntar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl sl. Er það í samræmi við grein 6.2 í samþykktum, sem kveður á um það að ef mismunur á verðmæti iðgjalda og framtíðarskuldbindinga reiknist meira en 3% af framtíðarskuldbindingum eða minna en -1% skuli reikna nýjar réttindatöflur fyrir sjóðinn til að jafna þennan mun. Skulu nýjar töflur kynntar á aðalfundi sjóðsins og taka gildi frá og með næstu áramótum þaðan í frá.

Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðarnar - 20.12.2022

Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl. 9 – 15 á Þorláksmessu. Lokað verður hefðbundna frídaga milli jóla og nýárs.

Lesa meira

Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður - 8.12.2022

Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.

Lesa meira

Vaxtabreyting 1. janúar - 30.11.2022

Í ljósi vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember sl. hefur stjórn Lífsverks ákveðið að vextir óverðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga muni hækka frá og með 1. janúar 2023 og verða 7,05%. Jafnframt munu vextir verðtryggðra grunnlána hækka frá sama tíma og verða 1,9%. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir, 3,20%.

Lesa meira

Fyrirhuguð slit ÍL-sjóðs og sterk lagaleg staða lífeyrissjóða - 25.11.2022

Fyrirhuguð lagasetning um skuldaskil eða gjaldþrot ÍL-sjóðs getur haft í för með sér tugi milljarða króna tjón í formi skertra lífeyrisréttinda fyrir almenning ákveði fjármálaráðherra halda fyrirhuguðum áformum til streitu.

Lesa meira

Óvissa með skuldabréf ÍL-sjóðs - 2.11.2022

Eftir tilkynningu Fjármála- og efnahagsráðherra í síðasta mánuði um að mögulega verði brotið gegn skilmálum skuldabréfa ÍL-sjóðs með lagasetningu og bréfin greidd upp fyrir lokagjalddaga, hefur óvissa skapast með verðmæti þessara bréfa á markaði.

Lesa meira

Vextir breytast 1. desember - 28.10.2022

Óverðtryggðir vextir hækka í 6,8% og verðtryggðir í 1,7% frá og með 1. desember.

Lesa meira
Síða 1 af 32