Skráning í Lífsverk

Takk fyrir að velja að skrá þig í Lífsverk, það skerðast engin réttindi við að skipta um lífeyrissjóð. 

Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax.

Hér getur þú skráð þig rafrænt í Lífsverk og þú ert þar með orðinn sjóðfélagi.

 

Skráning í Lífsverk


Sjóðfélagalýðræði

Allir stjórnarmenn Lífsverks eru sjóðfélagar kosnir af sjóðfélögum sjálfum. Lífsverk var fyrstur lífeyrissjóða á Íslandi til að taka upp rafrænt stjórnarkjör. Með þessu er tryggt að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í sínum störfum eins og lög gera ráð fyrir. Ákvarðanir stjórnar eru teknar í umboði sjóðfélaga sjálfra, með hagsmuni þeirra einna í huga.

Lesa meira

Ábyrgar fjárfestingar

Lífsverk hefur gerst aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment - UN PRI). Með aðild sinni skuldbindur Lífsverk sig til að leggja áherslu á samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið við ákvarðanir um fjárfestingar, auk góðra stjórnarhátta þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í.

Lesa meira

Hár ávinningur réttinda

Vegna inntökuskilyrða er samsetning hópsins einstök, að mestum hluta skrifstofufólk og sérfræðingar í sínu starfi með heildarlaun hærri en meðallaun.

Lesa meira

Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða

Lífsverk er opinn sjóður fyrir háskólamenntaða. Allir sem hafa lokið grunnnámi á háskólastigi geta sótt um aðild að sjóðnum.