Niðurstöður aðalfundar

Þorbergur Steinn Leifsson nýr stjórnarmaður

19.5.2020

Á aðalfundi Lífsverks sem haldinn var 19. maí var niðurstaða úr rafrænu stjórnarkjöri kynnt. Margrét Arnardóttir var sjálfkjörin kvenna en sjö karlar sóttust eftir sæti karla í stjórn. Niðurstaðan kosninga var sú að Þorbergur Steinn Leifsson var rétt kjörinn í stjórn.

Alls tóku 465 þátt í rafrænum kosningum og hlaut Þorbergur 35% atkvæða.

Á aðalfundinum var kosið í varastjórn, Halla Guðrún Jónsdóttir og Bergur Ebbi Benediktsson náðu kjöri.

Stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi. Björn Ágúst Björnsson er áfram formaður og Eva Hlín Dereksdóttir varaformaður.