Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


30.5.2014

Viðbótarlífeyrissparnaður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar skattfrjálst til greiðslu inná húsnæðislán eða til kaupa á húsnæði á vef ríkisskattstjóra www.leidretting.is

Nauðsynlegt er að hafa gert samning um viðbótarlífeyrissparnað áður en sótt er um. Sjá hér. 

Allir geta gert samning um viðbótarlífeyrissparnað við Lífsverk.

Sækja þarf um fyrir 1. september n.k. til að umsóknin gildi frá 1. júlí n.k. Eftir það gildir umsókn frá því hún berst.

Við hvetjum alla sem tök hafa til þess að nýta sér þetta hagkvæma sparnaðarform. Umsókn um viðbótarlífeyrissparnað er að finna hér að ofan. Við viljum þó benda á að viðbótarlífeyrissparnaður er ekki aðfararhæfur t.d. við gjaldþrot.

Frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsjóð hækkar úr 2% í 4% af heildarfjárhæð launa þann 1. júlí n.k. Framlag launagreiðanda er að lágmarki 2%. Til að fullnýta skattfrelsið þarf einstaklingur að vera með um kr. 694.000.- í mánaðarlaun og samskattaðir aðilar með um kr. 1.042.000.- Ef um hærri mánaðarlaun er að ræða fer mismunur í hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað.

Í lögum kemur fram að einstaklingar geti nýtt greidd iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst allt að kr. 1.500.000.- yfir þriggja ára tímabil til lækkunar á höfuðstól íbúðarhúsnæðisláns. Iðgjöld þurfa að hafa verið greidd á tímabilinu 1.7.2014 - 30.06.2017. Greiðslur inná lán verða framkvæmdar að lágmarki 4 x á ári. Lántaki velur það húsnæðislán sem greiða á inná.

Hjón og sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði samsköttunar geta nýtt greidd iðgjöld skattfrjálst yfir sama tímabil allt að kr. 2.250.000,-.


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica