Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


26.3.2014

Afkoma sjóðsins á árinu 2013

Ávöxtun Lífsverks var góð á árinu 2013 þegar tekið er mið af áhættustigi fjárfestingarleiða sjóðsins og fjárfestingarmöguleikum.  Allar leiðirnar skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu.

Ávöxtun Lífsverks var góð á árinu 2013 þegar tekið er mið af áhættustigi fjárfestingarleiða sjóðsins og fjárfestingarmöguleikum.  Allar leiðirnar skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu.

Nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeildar var á bilinu 4,6-14,3% á árinu 2013 og nafnávöxtun samtryggingardeildar var 8,7%.

Sjóðurinn stækkaði um 14,2% á árinu og námu heildareignir beggja deilda, samtryggingar og séreignar, um 51,3 milljörðum króna.  Hrein eign í árslok 2013 til greiðslu lífeyris í samtryggingardeild var 44.511 m.kr. og í séreignardeild 6.848 m.kr.

Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun voru heildareignir samtryggingardeildar 1,3% umfram heildarskuldbindingar í árslok og var staða sjóðsins því jákvæð. 

Lífsverk er blandaður lífeyrissjóður sem starfrækir samtryggingardeild og þrjár leiðir í séreignardeild. Af 12% skylduframlagi í lífeyrissjóðinn fer 10% til samtryggingardeildar en 2% til séreignardeildar nema sérstaklega sé óskað eftir að allt skylduframlagið skuli fara í samtryggingardeildina.

Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 8,7% og raunávöxtun 4,8% samanborið við 10,5% nafnávöxtun og 5,8% raunávöxtun árið 2012.  Sjá má nánari upplýsingar um afkomu samtryggingardeildar í töflunni hér til hliðar.   

Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,7% á árinu og gengi krónunnar styrktist um rúm 9%.

Séreignarleiðir sjóðsins hafa nú fengið ný nöfn en eru með óbreytta fjárfestingarstefnu.

Nafnávöxtun Lífsverks 1, áður Séreignarleið 2, var 14,3% og raunávöxtun var 10,3%.  Hrein eign í árslok var 734m.kr. og jókst um 30% á milli ára.  Nafnávöxtun Lífsverks 2, áður Séreignarleiðar 1, var 5,1% og raunávöxtun 1,4%.  Hrein eign í árslok nam 6.045m.kr. og hækkaði um 15% á milli ára.  Nafnávöxtun Lífsverks 3, áður Séreignarleiðar 3, var 4,6% og raunávöxtun 0,9%.  Hrein eign í árslok var 69m.kr. og hækkaði um 27%.

Nánari upplýsingar verða veittar á aðalfundi sjóðsins sem fram fer þann 10. apríl n.k. að Engjateigi 9, kjallara.


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica