Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


23.5.2013

Helstu niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga var haldinn 22. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík.

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga var haldinn 22. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík. Fundinn sóttu um 40 manns. Á fundinum flutti Þráinn Valur Hreggviðsson, formaður stjórnar ávarp. 

Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri  sjóðsins, kynnti ársreikning sjóðsins vegna ársins 2012 ásamt nýrri fjárfestingarstefnu og áhættustýringu. Afkoma sjóðsins var góð á árinu 2012 og sú besta frá árinu 2006. Sjóðurinn í heild stækkaði um 16,5% á árinu og er hrein eign nú um 45 milljarðar króna.  

Tryggingastærðfræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, kynnti niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar. Tryggingafræðingar birtu nýjar lífslíkur í árslok 2012 sem lengja meðalævi karla og kvenna og hafði þau áhrif að skuldbindingar sjóðsins jukust um 1,2%. Þrátt fyrir það batnaði tryggingafræðileg staða samtryggingardeildar  á árinu vegna jákvæðrar þróunar á ávöxtun sjóðsins og lækkunar á réttindum í samræmi  við áætlun aðalfundar frá árinu 2009. Samþykkt var að lækka áunnin réttindi og lífeyrisgreiðslur um 5,5% á árinu sem lokaaðgerð í ofangreindri áætlun um að ná jafnvægi í tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins eftir árið 2008.  

Á fundinum voru lagðar fram og kynntar almennar tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins og voru þær  samþykktar samhljóða.

Kosið var um nýjan ytri  endurskoðanda sjóðsins og var tillaga stjórnar um að KPMG  yrði fyrir valinu samþykkt.

Nýr stjórnarmaður í aðalstjórn var kjörin  Ásbjörg Kristinsdóttir. Í varastjórn voru kjörin: Brynja Baldursdóttir, Jón Lárus Stefánsson, Björn Ágúst Björnsson og Halldór Árnason.


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica