Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


6.4.2017

Jákvæð ávöxtun Lífsverks 2016

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks á árinu 2016 nam 4,7% og hrein raunávöxtun 2,6% sem er ánægjuleg niðurstaða ef haft er í huga að fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða var almennt erfitt á árinu. Hrein nafnávöxtun séreignarleiða var sömuleiðis jákvæð. 

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks á árinu 2016 nam 4,7% og hrein raunávöxtun 2,6% sem er ánægjuleg niðurstaða ef haft er í huga að fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða var almennt erfitt á árinu. Hrein nafnávöxtun séreignarleiða var sömuleiðis jákvæð.

Sjóðurinn stækkaði um 9,5% á árinu og námu heildareignir samtryggingar- og séreignardeildar 73,0 milljörðum kr. Í árslok 2016 var hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris 62,7 milljarðar kr. og 10,3 milljarðar kr. í séreignardeild.

Samanlögð iðgjöld ársins 2016 námu 4.040 m.kr. og námu samanlagðar lífeyrisgreiðslur 808 m.kr. Hlutfall lífeyris af samanlögðum iðgjöldum var 20,0%. Þetta er lágt hlutfall í samanburði við aðra lífeyrissjóði og skýrir góðan vöxt sjóðsins undanfarin ár, auk þess sem afkoma hefur verið með ágætum. 

Stærsti hluti eigna samtryggingardeildar sjóðsins er í skuldabréfum, sem nema 37,4 milljörðum og eignarhlutum í félögum og sjóðum, sem nema 23,3 milljörðum. Heildarfjárhæð sjóðfélagalána í árslok nemur 9,7 milljörðum en mikill vöxtur var í lánveitingum á árinu. Veitt voru 226 ný sjóðfélagalán, samtals að fjárhæð 3,8 milljarðar.

Að meðaltali greiddu 2.664 sjóðfélagar iðgjöld til samtryggingardeildar í hverjum mánuði og er það aukning frá fyrra ári. Í heildina eiga 4.564 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum. Fjölgun varð einnig meðal rétthafa í séreignardeild.

Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun í árslok 2016 voru heildareignir sjóðsins 0,1% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 2,6% í lok fyrra árs. Staða áfallinna skuldbindinga nam 1,2% en hins vegar er staða framtíðarskuldbindinga neikvæð um 1,5%. Tryggingafræðileg athugun byggir nú á nýjum töflum um lífslíkur, sem tekur til reynslu áranna 2010 – 2014 og hefur áhrif til lækkunar milli ára.  
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar í samtryggingardeild síðastliðin fimm ár er 5,4%.

Hrein nafnávöxtun mismunandi leiða í séreignardeild sjóðsins var frá 0,5% til 5,1%. Nafnávöxtun Lífsverks 1 var 0,5% en hrein raunávöxtun var neikvæð um 1,6%. Hrein eign í árslok var 1.247 milljónir og jókst um 14,0% milli ára. Nafnávöxtun Lífsverks 2 var 3,6% og hrein raunávöxtun 1,5%. Hrein eign í árslok nam 8.834 milljónum og hækkaði um 12,2% milli ára. Nafnávöxtun Lífsverk 3 var 5,1% og hrein raunávöxtun 3,0%. Hrein eign í árslok var 200 milljónir og hafði hækkað um 16,0% frá árslokum 2015.


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica