Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


22.9.2021

Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins

Hrein eign Lífsverks 30.júní 2021 nam 136 milljörðum króna.

Sjóðir Lífsverks hafa vaxið hratt á undanförnum árum. Þann 30. júní 2016 nam hrein eign Lífsverks til greiðslu lífeyris 68,8 milljörðum króna. Það lætur því nærri að eignir sjóðsins hafi tvöfaldast á sl. 5 árum.

Ávöxtun Lífsverks undanfarin tvö ár var afar góð og sömu sögu má segja um fyrri hluta ársins 2021. Nafnávöxtun í samtryggingardeild var 8,4% og hrein raunávöxtun 5,6%. Hrein eign sjóðsins í heild til greiðslu lífeyris í lok júní 2021 var 136.142 milljónir kr. og hækkaði um 13.107 milljónir kr. frá byrjun árs, sem er 10,7% aukning.

Séreignarleiðir skiluðu einnig góðri ávöxtun. Nafnávöxtun Lífsverks 1, sem er blönduð leið skuldabréfa og hlutabréfa, var 13,7% á fyrri hluta ársins 2021 og raunávöxtun 11,0% . Nafnávöxtun Lífsverks 2, sem leggur meiri áherslu á innlend skuldabréf, var 8,7% og raunávöxtun 6,1%. Lífsverk 3, sem leggur áherslu á innlán og örugg skuldabréf, skilaði 1,5% nafnávöxtun en raunávöxtun tímabilsins var neikvæð um 1,0%, sem skýrist af lágu vaxtastigi.

Fjárfestingartekjur sjóðsins í heild á tímabilinu námu 10.622 milljónum kr. Greidd iðgjöld námu 3.512 milljónum kr. í samanburði við 3.108 milljónir kr. á sama tímabili 2020, sem er 13,0% hækkun. Lífeyrisgreiðslur námu 877 milljónum kr. í samanburði við 742 milljónir kr. á sama tímabili 2020, sem er 18,2% hækkun. Lífeyrisbyrði sem hlutfall af iðgjöldum er 31,9% í samtryggingardeild. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður samtryggingardeildar í hlutfalli af eignum er 0,12% og fjárfestingargjöld í hlutfalli af eignum er 0,02%.

Sjóðir Lífsverks hafa vaxið hratt á undanförnum árum. Þann 30. júní 2016 nam hrein eign Lífsverks til greiðslu lífeyris 68,8 milljörðum króna. Það lætur því nærri að eignir sjóðsins hafi tvöfaldast á sl. 5 árum.


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica