Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


27.4.2022

Georg Lúðvíksson nýr í stjórn Lífsverks

Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir, í kjörnefnd sjóðsins, um niðurstöður í rafrænum kosningum til stjórnar. Kosið var um eitt stjórnarsæti að þessu sinni og í framboði voru Bergur Ebbi Benediktsson og Georg Lúðvíksson. Leikar fór svo að Georg Lúðvíksson hlaut 67% atkvæða og er hann því réttkjörinn í stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára. Atkvæði greiddu 365 eða um 12% virkra sjóðfélaga.

Ný stjórn hefur skipt með sér verkum og verður Eva Hlín Dereksdóttir stjórnarformaður og Agnar Kofoed-Hansen varaformaður. Meðstjórnendur eru Georg Lúðvíksson, Margrét Arnardóttir og Þorbergur Steinn Leifsson. Í samþykktum sjóðsins er kveðið á um að kjörnir aðalmenn skuli ekki sitja lengur í stjórn en níu ár og víkur Björn Ágúst Björnsson því úr stjórn en hann hefur stjórnarformaður frá árinu 2019.

Agni Ásgeirsson var kjörinn varamaður í stjórn en varamenn eru auk hans, Bergur Ebbi Benediktsson, Gnýr Guðmundsson, Halla Guðrún Jónsdóttir og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.

Í endurskoðunarnefnd voru Jóhann Þór Jóhannsson og Thomas Möller endurkjörin auk Margrétar Arnardóttir, eftir tilnefningu stjórnar.

Á fundinum flutti fráfarandi formaður stjórnar, Björn Ágúst Björnsson, skýrslu stjórnar. Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri, fór yfir ársreikning 2021, Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, fór yfir tryggingafræðilega stöðu og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, forstöðumaður eignastýringar, fór yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Í lok fundar voru Birni Ágústi þökkuð vel unnin störf í þágu sjóðsins.

Afkoma sjóðsins á árinu 2021 var afar góð og var hrein raunávöxtun samtryggingardeildar 11,9%. Síðustu 5 ár er hrein raunávöxtun að meðaltali 6,9% og 6,1% síðustu 10 ár. Sjóðurinn hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam 120,5 milljörðum kr. í árslok 2021 og hrein eign sjóðsins í heild 149,5 milljörðum króna.

Ársskýrslu sjóðsins 2021 er að finna hér: Ársskýrslur


Forsíða

  • Skyldusparnaður
    • Samtryggingardeild
    • Eignasamsetning og ávöxtun
    • Fjárfestingarstefna
    • Áhættustefna
    • Útgreiðsla lífeyris og réttindi
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Viðbótarsparnaður
    • Almennt um viðbótarlífeyrissparnað
    • Ávöxtunarleiðir
    • Lykilupplýsingaskjöl
    • Útgreiðsla
    • Reiknivél
    • Spurt og svarað
  • Sjóðfélagalán
    • Lán hjá Lífsverki
    • Umsóknarferli lána
    • Vextir og gjaldskrá
    • Greiðslujöfnunarsjóður
    • Reiknivél
    • Lánsumsókn
    • Lánareglur
    • Spurt og svarað
  • Ábyrgar fjárfestingar
    • Stefna
      • Skýrsla 2021
    • Kostgæfnisathugun
    • Meðferð atkvæðisréttar
  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Um sjóðinn

  • Stjórn
  • Starfsfólk
  • Ársskýrslur
  • Samþykktir
  • Reglur og stefnuskjöl
  • Ábyrgar fjárfestingar
  • Fréttasafn
  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Persónuverndarstefna
  • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur
  • Umsóknir

  • Um sjóðinn
  • Spurt og svarað
  • Fréttir
  • Umsóknir
  • Launagreiðendur
  • English

Leita á vefnum


Skráning í Lífsverk
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • 9:00-16:00 mán.-fim. / 9:00-15:00 föstudaga
Lífsverk lífeyrissjóður – lógó Kennitala: 430269-4299
  • Engjateigi 9
    105 Reykjavík
  • Opið
    9:00 - 16:00   mán. - fim.
    9:00 - 15:00   föstudaga
  • 575 1000
  • lifsverk@lifsverk.is
  • Facebook

  • Skráning í Lífsverk
  • Umsóknir
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
Stoltur aðili Festu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica