Lífsverk - lífeyrir, lífeyrislán og séreignasparnaður fyrir verkfræðinga

Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax

Aðild að Lífsverki leggur grunn að lífsgæðum þínum við starfslok og gefur þér val um ávöxtun á skyldusparnaði.
Þinn ávinningur er öruggari framtíð.
Skráning í Lífsverk

Skyldusparnaður

Skyldusparnaður Lífsverks leggur grunn að langtímasparnaði þínum. Ævilangur lífeyrir er greiddur úr samtryggingarleið en veitir einnig verðmæt réttindi til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Lesa meira

Viðbótarsparnaður

Viðbótarsparnaður er hagkvæmur sparnaðarmöguleiki sem allir launþegar ættu að nýta sér. Hjá Lífsverki hefurðu val um sparnaðarleið sem hentar þér best. 

Lesa meira

Sjóðfélagalán

Lífsverk býður upp á hagstæða fjármögnun til húsnæðiskaupa með allt að 70% veðhlutfalli og 85% veðhlutfalli til fyrstu kaupenda. 

Lesa meira

Umsóknir

Örugg vefgátt og fljótleg leið til að sækja um með rafrænum hætti þá þjónustu sem óskað er eftir hjá Lífsverk lífeyrissjóði.

Lesa meira

Ert þú með háskólamenntun?

Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða og geta allir sem hafa lokið grunnnámi úr háskóla sótt um aðild að sjóðnum. Lífsverk getur boðið hærri ávinning réttinda vegna inntökuskilyrða og samsetningar sjóðfélagahópsins.

Það eru stór tímamót að útskrifast úr háskólanámi og fara út á vinnumarkaðinn. Bestu ráðin eru að gefast ekki upp þótt á móti blási því öll reynsla er dýrmæt og mikilvægt að taka á móti fjölbreyttum tækifærum með opnum huga þó að draumastarfið birtist ekki strax. Fyrir okkur er mikilvægt að þú hugir að þinni framtíð þótt að taka lífeyris hefjist ekki næstu áratugina. Það sem gæti verið næst á dagskrá er kaup á húsnæði og þá er hentugt að eiga kost á allt að 85% fjármögnun. 

Skrá hér

Breytingar á lögum um lífeyrissjóði

Umtalsverðar breytingar á lögum og reglum um lífeyrissjóði tóku gildi um síðustu áramót, m.a. hækkun lágmarksiðgjalds, lögfesting á svonefndri „tilgreindri séreign“ og breytingar á reglum um tekjutengingu lífeyrisgreiðslna við útreikning á greiðslum frá Tryggingastofnun.

Lesa meira

Fréttir

Sigrún Eyjólfsdóttir ráðin markaðs- og kynningarstjóri - 24.1.2023

Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa. 

Lesa meira

Nýjar réttindatöflur og hækkun lágmarksiðgjalds - 2.1.2023

Frá 1. janúar taka gildi nýjar réttindatöflur, sem kynntar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl sl. Er það í samræmi við grein 6.2 í samþykktum, sem kveður á um það að ef mismunur á verðmæti iðgjalda og framtíðarskuldbindinga reiknist meira en 3% af framtíðarskuldbindingum eða minna en -1% skuli reikna nýjar réttindatöflur fyrir sjóðinn til að jafna þennan mun. Skulu nýjar töflur kynntar á aðalfundi sjóðsins og taka gildi frá og með næstu áramótum þaðan í frá.

Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðarnar - 20.12.2022

Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl. 9 – 15 á Þorláksmessu. Lokað verður hefðbundna frídaga milli jóla og nýárs.

Lesa meira

Sjá allar fréttir